Workplace – að virkja aðganginn sinn

Til að virkja Workplace notandann sinn þarf að fylgja neðangreindum þrepum:

Skref 1:

Allir fá sendan tölvupóst með slóð inn á Workplace https://my.workplace.com/ ásamt kóða til að virkja notandann sinn.
– Einnig hægt að fá kóðann hjá sínum næsta yfirmanni eða mannauðsdeild

Skref 2:

Þegar maður smellir á linkinn fer maður inn á heimasíðu Workplace. Þá þarf að smella á „Create Account With Your Access Code“.

Skref 3:

Þegar maður hefur smellt á þann link slær maður inn kóðann sem var sendur í tölvupóstinum. Þegar kóðinn hefur verið samþykktur er notandinn orðinn virkur.

*Munið að skrifa niður notendanafn og lykilorð þar sem ekkert netfang er tengt aðganginum

Skref 4:

Til að byrja með mæli ég með að allir notendur skoði prófílinn sinn. Kanni hvort að allar upplýsingar séu réttar og setji inn prófíl mynd. Einnig gott að bæta símanúmeri sínu við.

Ef eitthvað fer úrskeiðis eða klikkar. Þá er hægt að hafa samband við sinn næsta yfirmann eða mannauðsdeildina.