Search
Mannauður

Mannauður

Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að vera góður vinnustaður fyrir alla. Við teljum mannauðinn vera lykilinn að árangri og velgengni í þjónustu okkar og rekstri. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að þjónusta íbúa og aðra þjónustuþega samsteypunnar.

Mannauðsdeild

Hjá Eir, Skjóli og Hömrum hjúkrunarheimilum starfa mannauðsstjóri og mannauðsráðgjafi ásamt tveimur skrifstofumönnum. Markmið deildarinnar er að veita stjórnendum og starfsfólki heimilanna stuðning og þjónustu í mannauðstengdum málum. Hlutverk þeirra er einnig að tryggja að mannauðsmarkmiðum stofnunarinnar sé fylgt eftir.

Til að hafa samband við mannauðsdeilina er best að senda tölvupóst á netfangið: mannaudsdeild@eir.is

Mannauðsstjóri er Helga Sigurðardóttir og mannauðsráðgjafi er Helga Kolbrún Magnúsdóttir.

Vinnustaðurinn

Hjá Eir, Skjóli og Hömrum starfa um það bil 650 starfsmenn. Öll starfsemi heimilanna grundvallast á þjónustu við íbúa hvort sem þeir búa á hjúkrunarheimili eða í tengdum öryggisíbúðum.

Við bjóðum upp á skapandi og skemtileg störf í fjölbreyttum hópi starfsmanna. Hjá okkur starfsar öflugur hópur fagfólks í samvinnu við aðra starfsmenn. Eir, Skjól og Hamrar hafa það að leiðarljósi að bjóða starfsfólki upp á örvandi starfsumhverfi þar sem möguleikar eru á að þróast og vaxa í starfi.

Við bjóðum upp á heilsuræktarstyrk og niðurgreiddan mat í mötuneyti.


Fyrir starfsfólk

Stefnur