Til að sækja um flutning á Eir eða Hamra hjúkrunarheimili þarf að byrja á að sækja um færni- og heilsumat til Færni- og heilsumatsnefndar í viðkomandi landshluta. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Embætti landlæknis.
Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá læknum viðkomandi eftir því sem við á.
Metnar eru félagslegar aðstæður, heilsufar og andlegt ástand auk þess sem metin er færni í athöfnum daglegs lífs og gefur niðurstaða færni- og heilsumats til kynna hvort þörf er fyrir langtíma búsetu á hjúkrunar- eða dvalarheimilum.
Þann 1. júní 2012 gekk í gildi ný reglugerð velferðarráðherra Opnast í nýjum glugga sem kveður á um störf færni- og heilsumatsnefnda og breytt fyrirkomulag við mat á þörf fólks fyrir búsetu í hjúkrunar- eða dvalarrými eða tímabundna hvíldarinnlögn.
Markmiðið var að auðvelda fólki að sækja um búsetu á hjúkrunar- eða dvalarheimili og jafnframt að einfalda stjórnsýsluna, enda fækkar nefndum úr fjórtán í sjö. Breytingin fól einnig í sér að sækja þarf um hvíldarinnlögn til færni- og heilsumatsnefnda.