Tilkynningar á Workplace

Til að minnka áreitið frá Workplace þarf maður að kunna að slökkva á Workplace-tilkynningum bæði í vafra og á snjallsíma.

Að stilla tilkynningar í vafra:

Almennar stillingar:

 1. Smelltu á myndina af þér niðri í vinstra horninu.
 2. Veldu „Settings“.
 3. Smelltu á „Notifications“.
 4. Hér sést hvað maður fær tilkynningar um og hvernig þær berast manni. Hver og einn háttar þessum tilkynningum eins og hann vill.

Ef maður vill slökkva á tilkynningum tímabundið eða eftir einhverri ákveðinni reglu er það líka hægt:

 1. Smelltu á myndina af þér niðri í vinstra horninu.
 2. Veldu „Do not disturb
 3. Veldu tímabil sem þú ert frá eða ákveðna reglu í „Choose duration“.
  • T.d. hægt að taka tilkynningar af „eftir klukkan 16:00“ eða „um helgar“.
 4. Engar tilkynningar berast manni á völdu tímabili.

Að stilla tilkynningar í símanum:

Að stilla tilkynningar – almennt:

 1. Smelltu á valstikuna efst í hægra horni
 • Farðu neðst á síðuna og veldu „Notifications settings“
 • Hér sést hvað maður fær tilkynningar um og hvernig þær berast manni. Hver og einn háttar þessum tilkynningum eins og hann vill.
 • Mæli með að allir slökkvi á tölvupóstum, þ.e. að maður fái ekki tölvupóst í hvert skiptið sem eitthvað gerist á Workplace.
  • Settings > Notifications > Email > Only about your account

Ef maður vill slökkva á tilkynningum tímabundið eða eftir einhverri ákveðinni reglu er það líka hægt:

 1. Ýtt á myndina af þér uppi í vinstra horni
 2. Veldu „Do not disturb“ á veldu það tímabil sem þú vilt að þú sért ekki truflaður. Einnig hægt að fara í „Custom“ og stilla lengra tímabil, t.d. ef maður er í sumarfríi.