Search

Aðstandendur athugið: Bakvarðasveit sýkingavarnarteymis

Kæru aðstandendur íbúa á Eir, Skjóli og Hömrum

Sökum ástands í COVID-19 faraldri, viljum við í sýkingavarnarteymi heimilanna, kanna hversu margir í hópi aðstandanda væru tilbúnir til þess að vera í bakvarðasveit okkar, ef til þess kæmi að starfsfólk þyrfti að fara í sóttkví eða einangrun í 14 daga.

Allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg og hafa reynslu af umönnun, eru menntaðir heilbirgðisstarfsmenn eða geta létt undir á einhvern hátt eru beðnir um að senda tölvupóst á skrifstofa@eir.webdev.is  fyrir Eir og Hamra og skrifstofa@skjol.is  fyrir Skjól. Vinsamlegast gefið upp nafn, símanúmer eða netfang svo við getum haft samband við ykkur ef þörf krefur.

Við vonum innilega að ekki verði þörf á utanaðkomandi aðstoð, en allur er varinn góður.

Með kæru þakklæti og von um góðar undirtektir 
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra