Search

Aðstandendur athugið: Bakvarðasveit sýkingavarnarteymis

Kæru aðstandendur íbúa á Eir, Skjóli og Hömrum

Sökum ástands í COVID-19 faraldri, viljum við í sýkingavarnarteymi heimilanna, kanna hversu margir í hópi aðstandanda væru tilbúnir til þess að vera í bakvarðasveit okkar, ef til þess kæmi að starfsfólk þyrfti að fara í sóttkví eða einangrun í 14 daga.

Allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg og hafa reynslu af umönnun, eru menntaðir heilbirgðisstarfsmenn eða geta létt undir á einhvern hátt eru beðnir um að senda tölvupóst á skrifstofa@eir.webdev.is  fyrir Eir og Hamra og skrifstofa@skjol.is  fyrir Skjól. Vinsamlegast gefið upp nafn, símanúmer eða netfang svo við getum haft samband við ykkur ef þörf krefur.

Við vonum innilega að ekki verði þörf á utanaðkomandi aðstoð, en allur er varinn góður.

Með kæru þakklæti og von um góðar undirtektir 
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um