Við héldum aðventuhátíðina okkar 14. desember. Fyrst kom séra Sigurður og hélt smá hugvekju. Svo komu unglingar frá Waldorfskólanum Lækjarbotnum og sungu nokkur lög. Að lokum fengum við hressa krakka úr Laugarnesskóla til að syngja ásamt stjórnanda sínum Hörpu Þorvaldsdóttir.

Nýtt samstarf við Landspítala styrkir sérnám í öldrunarlækningum
Við hjá Eir hjúkrunarheimili fögnum nýjum samstarfssamningi um Eir sem viðbótarnámsdeild fyrir sérnámslækna í öldrunarlækningum. Endurhæfing Eirar hefur í tæpa 2 áratugi verið í samstarfi