Search

Aflétting takmarkana á heimilunum

Nú er tilslökunum á heimsóknarbanni vegna COVID-19 að fullu lokið við mikla ánægju íbúa og starfsmanna. Um leið og við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir samstarfið og hugulsemina við ástvini ykkar á þessum fordæmalausu tímum minnum við á að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir;

  1. Eru í sóttkví
  2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
  3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  4. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Jafnframt er þeim eindregnu tilmælum beint til gesta að heimsækja ekki fólkið sitt fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá til að gæta fyllsta öryggis. Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg er heimsóknargestur beðinn um að vera með grímu fyrir vitum og gæta sérstaklega vel að handhreinsun.

*ATHUGIÐ: Aðstandendur eru hvattir að gæta vel að handhreinsun og hóstavarúðar í heimsóknum sínum og samskiptum við ástvini.

**ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um