Við settum lokapunktinn á afmælisárið okkar og ekki af verri endanum. Við fengum forseta vorn Guðna Th. Jóhannesson í heimsókn. Einnig kom kór Laugarnessskóla að syngja ásamt stjórnanda sínum Hörpu Þorvaldsdóttur. Svo spilaði Svavar Knútur tónlistarmaður af sinni alkunnu snilld. Guðný Guðmundsdóttir forstöðumaður hjúkrunar stiklaði á sögu Skjóls. Unnur Brynja í Félagsstarfinu hélt utan um dagskránna. Þetta var gleði og viðburðarríkur dagur eins og myndirnar sýna.