Search

Blómleg gjöf.

Eir hjúkrunarheimili bárust þessar fallegu blómaskreytingar í dag á kuldalegum þriðjudegi. Er þetta gjöf frá brúðhjónum sem giftu sig um liðna helgi og vildu leyfa íbúum og starfsfólki að njóta þeirra. Blómabúðin, Í húsi blóma, staðsett í Spönginni útbjó þessar skreytingar og færði okkur frá hjónunum nýgiftu.

Deila

Meira

Alþjóðadagur iðjuþjálfa

Mánudaginn 27. október er Alþjóðadagur iðjuþjálfa. Í því tilefni verður iðjuþjálfun með kynningu á starfi sínu á Torginu á Eir þann dag milli 13:00 –