Kæru aðstandendur íbúa Eirar.
Bólusetningar gegn COVID-19 eru hafnar á Íslandi og íbúar hjúkrunarheimila eru í þeim forréttinda hóp að tilheyra forgangi. Þvílík stund!
Bólusett verður á EIR á morgun, miðvikudaginn 30. desember og því verður lokað fyrir heimsóknir þann dag.
Er það vegna þess að bóluefnið er viðkvæmt og ná þarf að bólusetja alla íbúana á talsvert stuttum tíma. Við þurfum því að hafa alla íbúa tilbúna og allt starfsfólk á dekki.
Kær kveðja,
Starfsfólk Eirar