Bréf til aðstandenda: Reglur varðandi heimsóknir frá og með 4. maí 2020

22. apríl 2020

Ágæti aðstandandi

Heimsóknir verða leyfðar inn á Eir, Skjól og Hamra frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum.  Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Einnig er nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma.  Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur:

  1. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:
    1. Þú ert í sóttkví
    2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
    3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
    4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  2. Heimsóknartími er frá: 10:30-11:30, 13:30-14:30 og  16:30-17:30.
  3. Hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma í gegnum tölvupóst.  Heimild til heimsókna, einu sinni í viku er veitt frá 4. maí.  Einungis er heimilt að einn aðstandandi komi í heimsókn vikulega. Ef vel gengur í baráttunni við veiruna, verður tíðni heimsókna aukin.
  4. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19 fyrir 4. maí
  5. Hinkrið eftir starfsmanni á tilgreindum inngöngustað  hann fylgir ykkur til íbúa.   Munið að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.
  6. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk, hægt er að hringja á deild eftir upplýsingum eða senda tölvupóst.
  7. Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.

Aðrar breytingar sem verða frá 4.maí á starfsemi innan hjúkrunarheimila

Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, önnur þjálfun: Einstaklingsmeðferð verður fyrir íbúa og starfsfólk á heimil­inu. Einstaklingar utan úr bæ mega ekki koma inn á heimili til þjálfunar fyrr en frekari tilslakanir verða. Í sal sjúkraþjálfunar er nauðsynlegt að halda 2ja metra reglunni áfram og hámarksfjöldi í sal miðast við að þessi regla haldi. Hópameðferð skal áfram vera takmörkuð við að einstaklingar í sama sóttvarna­hólfi séu saman við æfingar.

Hárgreiðsla og hársnyrting/fótaaðgerð og fótsnyrting: Er aðeins leyfð fyrir heimilismenn og starfs­menn á hverjum tíma. Einstaklingar utan úr bæ mega ekki koma inn á heimilið til að fá þessa þjónustu. Gæta þarf vel að aðskilnaði íbúa frá utanaðkomandi gestum. Almenna reglan er áfram að einstaklingar í sama sóttvarnahólfi fái þjónustu á sama tíma.

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um