Nýlega fékk sjúkraþjálfun Eirar aðgang að Motiview, þar sem sýndar eru hjólaleiðir um allan heim. Þetta hefur gert mikla lukku í æfingasalnum, nú hjólar fólk ýmist um miðbæ Reykjavíkur, um æskuslóðirnar úti á landi eða úti í h...

Verkefni vetrarins í vinnustofu iðjuþjálfunar er að prjóna svokallaða sjúkrabílabangsa. Markmiðið er að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Bangsinn hefur þann tilgang að veita huggun og fær ba...

Harmonikkuhljómsveitin Pétur og pæjurnar héldu tónleika á Torginu við mikla hrifningu íbúa,starfsmanna og annarra gesta. Við þökkum þeim ástsamlega fyrir komuna og vonum að þau heimsæki okkur sem fyrst aftur.

Þorrinn á Eir er alltaf skemmtilegur tími og bóndadeginum fagnað. Húsið er skreytt og haldnir Þorratónleikar og skemmtanir. Íbúar og starfsmenn blótuðu saman þorra  og gerðu góð skil af hefðbundnum íslenskan mat, súr, reyktur og/eða ...

Margt var um manninn á Torginu þegar börnin úr Súzukipíanóskólanum í Grafarvogi heimsóttu okkur. Við þökkum Elínu og nemendum hennar kærlega fyrir komuna og hlýhug í okkar garð með að heiðra okkur með nærveru sinni.

Karlakór Kjalnesinga heiðraði okkur með nærveru sinni á aðventunni eins og undanfarin ár. Íbúar og aðrir tónleikagestir voru yfirsig hrifnir af drengjunum sem sungu með einskæri snilld. Við óskum þeim gleðilegrar hátíðar og farsældar...

Leikskólabörnin á Brekkuborg komu í sína árlegu heimsókn á Eir. Þau sýndu okkur helgileik að sinni einskæru snilld og bræddu með því mörg íbúahjörtu. Vinir okkar frá Íslandsbanka komu og lásu fallega jólasögu og sungu með okkur ...

Svanhildur Jakobsdóttir  og félagar komu og héldu tónleika á Eir við mikla hrifningu íbúa, aðstandenda og starfsmanna. Góð stemmning myndaðist í salnum þegar hún tók lagið “Segðu ekki nei” og fleiri gamla góða slagara. Vi...

Góðvinir okkar í Gerðubergskórnum héldu tónleika á Eir við mikinn fögnuð áheyrenda. Yfir 100 manns sáu sér fært að mæta á tónleikana og er það með betri mætingu fram að þessu. Þökkum við kórnum kærlega fyrir komuna.