Search

Alþjóðadagur iðjuþjálfa

Mánudaginn 27. október er Alþjóðadagur iðjuþjálfa. Í því tilefni verður iðjuþjálfun með kynningu á starfi sínu á Torginu á Eir þann dag milli 13:00 – 15:00. Öll velkomin. Hjá Eir, Skjóli og Hömrum starfa 8 iðjuþjálfar, 7 aðstoðarmenn iðjuþjálfa og einn músíkmeðferðafræðingur. Þau sinna fjölbreyttu starfi sem snýr m.a. að...

Heimsókn félags- og húsnæðismálaráðherra á Skjól

Þann 18. september kom Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í heimsókn á hjúkrunarheimilið Skjól. Tilgangurinn var að kynna daglegt starf heimilisins, þær umbætur sem unnið hefur verið að undanfarin ár og framtíðarsýn. Ráðherra fékk leiðsögn um húsið og skoðaði meðal annars iðjuþjálfun og hjúkrunardeildir þar sem nýlega er búið að...

Yfir 100 prjónaðir bangsar frá Eir afhentir Slökkvistöðinni á Tunguhálsi

Á Eir hefur lengi verið unnið að fallegu samfélagsverkefni innan starfsemi iðjuþjálfunnar, þar sem prjónaðir bangsar eru ætlaðir börnum sem þurfa á sjúkrabílum að halda. Bangsarnir veita börnum huggun og öryggistilfinningu á erfiðum stundum. Í gær var haldin hátíðleg samkoma þegar afhentir voru yfir 100 bangsar til Slökkvistöðvarinnar á Tunguhálsi....

Nýtt samstarf við Landspítala styrkir sérnám í öldrunarlækningum

Við hjá Eir hjúkrunarheimili fögnum nýjum samstarfssamningi um Eir sem viðbótarnámsdeild fyrir sérnámslækna í öldrunarlækningum. Endurhæfing Eirar hefur í tæpa 2 áratugi verið í samstarfi við Landspítalann um endurhæfingu eldra fólks eftir bráð veikindi, brot og bæklunaraðgerðir. Með þessum samstarfssamningi fá læknar í sérnámi í öldrunarlækningum tækifæri til að velja...

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í sjúkraþjálfunina á Hömrum. Þessi tæki munu nýtast mjög vel á báðum stöðum og þökkum við þessum dásamlegu konum enn og aftur fyrir þessar rausnarlegu gjafir...

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu og þann góða árangur sem hann náði í endurhæfingunni hjá okkur. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Gunnþór ásamt Júlíönu iðjuþjálfa, sem tók...

Undirritun samninga um eflingu heimaþjónustu og dagþjálfunar fyrir íbúa Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps

Þann 1. apríl í þjónustusvæði Eirar að Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ voru undirritaðir samningar um tilraunaverkefni milli Eirar hjúkrunarheimilis, heilbrigðisráðuneytisins, félags – og húsnæðismálaráðuneytisins, Mosfellsbæjar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands, í tengslum við aðgerðaráætlunina Gott að eldast.Með umræddum samningum verður Eir hjúkrunarheimili falið að sinna samþættri heimaþjónustu fyrir Mosfellsbæ og heimahjúkrun...

Eir, Skjól og Hamrar tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2025

Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Eir hjúkrunarheimili sem eitt af tólf fyrirtækjum á tilnefningarlista yfir þau fyrirtæki sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna VIRKt fyrirtæki 2025. Tvö af þeim tólf tilnefndu fyrirtækjum munu hljóta viðurkenninguna og verða sigurvegarar tilkynntir á ársfundi VIRK þann 29. apríl nk. Fyrirtækin Hrafnista og Símstöðin...

Dagur öldrunar 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum. Þema dagsins var Hvar liggja tækifærin í öldrunarþjónustu? Þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu, teymisvinnu og mikilvægi þróunar nýrra lausna og nýtingu tækifæra í öldrunarþjónustu....

Gjöf til dagdeilda frá bræðrum í Oddfellow

Á dögunum fengum við veglega gjöf frá bræðrum í Oddfellowstúkunni Þorfinni karlsefni. Þeir gáfu báðum dagdeildunum okkar, Borgaseli og Óðinshúsum, vatnsvélar og vinnustóla. Það hefur nú þegar sýnt sig að vatnsvélarnar hvetja til vatnsdrykkju bæði hjá þjónustuþegum og starfsfólki. Vinnustólarnir eru góðir fyrir þá sem eru með ýmis stoðkerfisvandamál og...