Search

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu og þann góða árangur sem hann náði í endurhæfingunni hjá okkur. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Gunnþór ásamt Júlíönu iðjuþjálfa, sem tók...

Undirritun samninga um eflingu heimaþjónustu og dagþjálfunar fyrir íbúa Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps

Þann 1. apríl í þjónustusvæði Eirar að Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ voru undirritaðir samningar um tilraunaverkefni milli Eirar hjúkrunarheimilis, heilbrigðisráðuneytisins, félags – og húsnæðismálaráðuneytisins, Mosfellsbæjar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands, í tengslum við aðgerðaráætlunina Gott að eldast.Með umræddum samningum verður Eir hjúkrunarheimili falið að sinna samþættri heimaþjónustu fyrir Mosfellsbæ og heimahjúkrun...

Eir, Skjól og Hamrar tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2025

Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Eir hjúkrunarheimili sem eitt af tólf fyrirtækjum á tilnefningarlista yfir þau fyrirtæki sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna VIRKt fyrirtæki 2025. Tvö af þeim tólf tilnefndu fyrirtækjum munu hljóta viðurkenninguna og verða sigurvegarar tilkynntir á ársfundi VIRK þann 29. apríl nk. Fyrirtækin Hrafnista og Símstöðin...

Dagur öldrunar 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum. Þema dagsins var Hvar liggja tækifærin í öldrunarþjónustu? Þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þverfaglegrar samvinnu, teymisvinnu og mikilvægi þróunar nýrra lausna og nýtingu tækifæra í öldrunarþjónustu....

Gjöf til dagdeilda frá bræðrum í Oddfellow

Á dögunum fengum við veglega gjöf frá bræðrum í Oddfellowstúkunni Þorfinni karlsefni. Þeir gáfu báðum dagdeildunum okkar, Borgaseli og Óðinshúsum, vatnsvélar og vinnustóla. Það hefur nú þegar sýnt sig að vatnsvélarnar hvetja til vatnsdrykkju bæði hjá þjónustuþegum og starfsfólki. Vinnustólarnir eru góðir fyrir þá sem eru með ýmis stoðkerfisvandamál og...

Eir í þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar í 20 ár

Eir hjúkrunarheimili hefur verið í samstarfið við Mosfellsbæ um þjónustu til íbúa sveitarfélagsins síðan þann 7. júlí 2005 en þá var undirritaður rammasamningur aðila um uppbyggingu öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ. Þá var sveitarfélagið talsvert minna, með lítilli þjónustumiðstöð að Hlaðhömrum auk um tuttugu íbúða fyrir aldraða. Síðan hefur þjónustumiðstöðin stækkað og...

Nýr hnappur fyrir ábendingar og tilkynningar fyrir starfsfólk og aðstandendur!

Búið er að opna fyrir nýtt svæði á heimasíðunni okkar sem gerir starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum kleift að senda inn meðal annars ábendingar og tilkynningar. Þetta nýja tól auðveldar okkur að deila og vinna úr mikilvægum upplýsingum um gæðamál, öryggismál og fleira! Hvað geturðu gert með nýja hnappinum? Með hnappinum er...

Eybjörg H. Hauksdóttir ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra

Tilkynning frá stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra: „Stjórnir hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra hafa ráðið Eybjörgu Helgu Hauksdóttur í stöðu forstjóra hjúkrunarheimilanna frá og með 1. desember n.k. Eybjörg verður fjórði forstjóri heimilanna og jafnframt fyrsta konan til að gegna því starfi. Ráðningarferlið var unnið í samstarfi við ráðgjafa-...

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta yf­ir­sýn, auka ör­yggi íbúa og flýta fyr­ir skrán­ingu á lyfja- og heil­brigðis­gögn­um. Þannig muni starfs­fólk geta varið meiri tíma með íbú­um hjúkr­un­ar­heim­il­anna, sam­fella í meðferð...

Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins taka á móti sextíu böngsum

Föstudaginn 16.02.2024 komu fulltrúar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins í heimsókn á Eir til að taka á móti sextíu böngsum. Úr þessu var gerð hátíðleg stund þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Eir hefur afhent bangsa frá árinu 2017 og munu halda áfram að prjóna og gefa af sér til...