Search

Covid-fréttir

13. október 2020

Kæru aðstandendur,

Í lok september smituðust fimm íbúar á Eir með Covid og hefur bataferli þessara íbúa gengið vonum framar.

Tveir af þessum fimm íbúum losnuðu í dag úr einangrun og vænst er að hinir þrír íbúarnir sem enn eru í einangrun losni þaðan á næstu dögum en lok einangrunar er alltaf í samráði við lækna Covid-deildar Landspítala.

Daglegt líf er því smám saman að færast nær eðlilegu ástandi á þessum skrítnu tímum. Enn þurfum þó ástunda miklar sóttvarnir á heimilinu og takmarka heimsóknir aðstandenda.  Við hvetjum fólk til að koma helst ekki í heimsóknir þessa daganna, hreinlega vegna þess að margir virðast bera veiruna þó þeir séu jafnvel einkennalausir.

Notið símann, messenger eða aðrar rafrænar lausnir. Sendið góðgæti, blóm og gjafir til að gleðja ykkar fólk.

Allir starfsmenn eru með maska þegar ekki er hægt að viðhafa 2ja metra reglunni og allir gestir þurfa að koma með sinn eigin maska að heiman og hafið í huga að fjölnota maskar eru EKKI leyfðir.

Njótið haustsins – í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki og gætið vel að persónulegum sóttvörnum.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um