Í morgun komu tveir hressir herramenn frá Kiwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi og færðu deildinni 65″ SmartTV að gjöf frá klúbbnum !
Höfði hefur áður gefið okkur tvær Ipad spjaldtölvur og þær hafa gagnast mjög vel í starfinu, aukið möguleika og fjölbreytni til muna.
Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir tækin, en þeir fengu hjá okkur morgunkaffi og heimagert góðgæti og hjartanlegar þakkir.