Search

Dagur íslenskrar tungu

Íslensk tunga var í heiðri höfð á ´Degi íslenskrar tungu. Við fengum góða gesti í heimsókn,

Brynjólfur Gíslason frá Kíwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi færði dagdeildum Eirar 2 Ipada að gjöf til að nýta í starfsemi sinni, Einar Hafberg Ægisson sem er starfsmaður  Íslandsbanka Höfðaútibúi kom og las fyrir okkur smásögu og ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Starfsmenn og íbúar tóku virkan þátt í hátíðinni með þátttöku sinni í dagskránni og  ljóða og smásögu samkeppni Eirar.

Ljóðið sem vann samkeppnina var frá Dekurdúllunum á 4.hæð.

Verðlaunaljóðið:

Tunga ein sem töluð er,

á eyju í ballarhafi.

íslensku er átt við hér,

á því er engin vafi.

Viljum við þakka öllum sem tóku þátt til að gera þennan dag svona skemmtilegan.

dagurisl dagurisl2 dagurisl4 dagurisl5 dagurisl6 dagurisl7 dagurisl8 dagurisl10 dagurisl11 dagurisl12

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um