Íslensk tunga var í heiðri höfð á ´Degi íslenskrar tungu. Við fengum góða gesti í heimsókn,

Brynjólfur Gíslason frá Kíwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi færði dagdeildum Eirar 2 Ipada að gjöf til að nýta í starfsemi sinni, Einar Hafberg Ægisson sem er starfsmaður  Íslandsbanka Höfðaútibúi kom og las fyrir okkur smásögu og ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Starfsmenn og íbúar tóku virkan þátt í hátíðinni með þátttöku sinni í dagskránni og  ljóða og smásögu samkeppni Eirar.

Ljóðið sem vann samkeppnina var frá Dekurdúllunum á 4.hæð.

Verðlaunaljóðið:

Tunga ein sem töluð er,

á eyju í ballarhafi.

íslensku er átt við hér,

á því er engin vafi.

Viljum við þakka öllum sem tóku þátt til að gera þennan dag svona skemmtilegan.

dagurisl dagurisl2 dagurisl4 dagurisl5 dagurisl6 dagurisl7 dagurisl8 dagurisl10 dagurisl11 dagurisl12