Dagur Íslenskrar tungu var léttur og skemmtilegur á Eir. Við fléttuðum ljóðum inn í störf okkar í iðjuþjálfun og félagsstarfi alla vikuna og enduðum vikuna með því að heiðra ljóðskáld fyrri tíma í söngstund. Eirarvinurinn Einar Jónsson píanóleikari lék af sinni einskærri snilld ein og honum er einum lagið. Í ár var efnt til ljóðasamkeppni og var það Lýður Ægisson sem sigraði með ljóðinu Hafliðamenn. Við þökkum honum innilega þátttökuna og óskum honum til hamingju með ljóðið.  Við þökkum einnig hinum þátttökuna í skemmtilegri viku.