Margt var brallað í Félagsstarfi og iðjuþjálfun í desember hér á Skjóli. Við héldum aðventuhátíð þar sem Sr. Sigurður Jónsón hélt smá tölu og Svavar Knútur skemmti okkur með söng og gleði. Kór Laugarnesskóla kom að syngja fyrir okkur. Smákökur voru bakaðar og snæddar með heitu súkkulaði. Á vinnustofu voru búnar til skreytingar sem fóru upp á hæðir. Hið árlega jólabingó var á sínum stað. Einnig héldum við jólaglögg fyrir íbúa og aðstandendur. En þar sem jólin ganga í garð í dag þá fer hversdagsrútínan í gang. 😉
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta