Í desember var mikið líf og fjör húsinu. Til þess að fá jólailminn í húsið voru bakaðar smákökur í iðjuþjálfun. Greinilegt var að það var folk með reynslu sem var þar að verki og brögðuðust kökurnar mjög vel. Einnig voru föndruð jólakort og gert ýmislegt annað skemmtilegt sem tilheyrir aðventunni.
Haldnir voru nokkrir jólatónleikar á Torginu í desember og svo kom skólahópurinn úr leikskólanum Brekkuborg og sýndi okkur helgileikinn. Þau eru svo sannarlega efnileg og ófeimin við að koma fram.
SPÓLANDI JÓLAGLEÐI Í ÖLLUM HORNUM