Search
Deildir á Eir

Deildir á Eir

Hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar hjá Eir.

Deild – 1B

Er staðsett á 1. hæð í B-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Heimilisdeild með 22 rýmum sem öll eru einbýli. Deildin skiptist í tvo kjarna, með 11 einbýlum í hvorum hluta, ásamt borð- og setustofu.  Gott aðgengi er að útisvæði við Eir. Fallegt útsýni er til vesturs og víðar.

  • Vaktsími: 522 5710
  • Sími deildarstjóra: 522 5727
  • Netfang: dst1b@eir.is

Deild – 2B

Er staðsett á 2. hæð í B-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Deildin skiptist í tvo kjarna, með 11 einbýlum í hvorum hluta. Auk þess eru borð- og setustofa í báðum einingum. Fallegt útsýni er yfir Grafarvoginn frá setustofunum. Bæði í norður og suður endum deildarinnar eru litlar setustofur og einnig rúmgóðar svalir sem heimilisfólk og aðstandendur nota mikið yfir sumarið.

– Vaktsími: 522 5720
– Sími deildarstjóra: 522 5727
– Netfang: dst.2b@eir.is

Deild – 2A

Er staðsett á 2.hæð í A-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Heimilisdeild fyrir 40-42 íbúa.

Deildin er rúmgóð með tveimur borðstofum og tveimur setustofum ásamt opnu rými sem gefur góða möguleika á félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Við deildina er garður sem gefur möguleika á útiveru. Samvera og tómstundastarf er daglega í boði fyrir einstaklinga ásamt sjúkraþjálfun.

– Vaktsími: 522 5721
– Vaktstjóri: 860 7402
– Netfang: 2a@eir.is

Deild – 3A

Er staðsett á 3. hæð í A-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Heimilisdeild fyrir 40-42 íbúa.

Deildin er rúmgóð með rúmgóðum matsal og tveimur setustofum ásamt opnu rými sem gefur góða möguleika á félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Þrennar svalir eru á deildinni og fallegt útsýni yfir Grafarvog og sundin. Samvera og tómstundastarf er daglega í boði fyrir einstaklinga ásamt sjúkraþjálfun.

– Vaktsími: 522 5731 / 522 5735
– Vaktstjóri: 860 7403 / 860 7404
– Netfang: 3n@eir.is

Deild – 4 hæð

Deild 4. hæð er 44 rúma deild staðsett á 4. hæð í A-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.

Markmið deildarinnar er að veita þá bestu mögulegu hjúkrunar-, læknis- og þjálfunarmeðferð sem völ er á hverju sinni.

Metnaðarfullur hópur fagfólks leggur grunn að heildrænni einstaklingsmeðferð og markvissri útskriftaráætlun í samráði við skjólstæðinginn, ættingja og utanaðkomandi þjónustu – og umönnunaraðila.

Heimsóknartími á deildinni er milli kl 15-18 á virkum dögum og milli kl 13-18 um helgar.

Brota- og endurhæfing.

Er fyrir 67 ára og eldri einstaklinga sem hlotið hafa beinbrot, þurft liðskipti og/ eða eiga við stoðkerfisvandamál að stríða eða hafa orðið fyrir öðru heilsufarsáfalli og þurfa á enduhæfingu að halda.
Unnið er samkvæmt samstarfssamningi við LSH. Einstaklingar koma á deildina eftir að bráðameðferð er lokið á LSH.
Endurhæfingartíminn er einstaklingsbundinn og miðast við færni og sjálfsbjargargetu einstaklingsins.

– Vaktsími: 522 5741/ 522 5742
– Sími deildarstjóra: 522 5749
– Netfang : 4haed@eir.is

Eirarholt er staðsett á 1. hæð í húsnæði öryggisíbúða Eirarhúsa, Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík.

Eirarholt er hjúkrunardeild fyrir heilabilaða einstaklinga og jafnframt heimilisdeild. Um er að ræða 13 einbýli og 2 tvíbýli.

Íbúum stendur til boða öll sú þjónusta sem veitt er á Eir hjúkrunarheimili. Þá geta íbúar einnig sótt þær fjölmörgu skemmtanir sem haldnar eru á torginu við anddyri Eirar.

Hjúkrunareildin er fyrir heimilismenn sem hafa góða færni til þess að taka þátt í athöfnum daglegs lífs, samvistum við aðra heimilismenn og útiveru. Sameiginlegt setsvæði, borðstofa og garður gefa möguleika á fjölþættri samveru fyrir íbúa.

– Vaktsími: 522 5792 / 860 7407

– Netfang : eirarholt@eir.is

Eir hjúkrunarheimili rekur tvær sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma í Óðinshúsi og Borgaseli:

– Óðinshús er staðsett í Fróðengi 9, 112 Reykjavík. Starfsemi hófst á deildinni 15. mars 2004 og er þar starfsleyfi fyrir 24 gesti á dag.

– Borgasel er staðsett í Spönginni 43, 112 Reykjavík. Starfsemi hófst á deildinni 2. mars 2015 og er þar starfsleyfi fyrir 24 gesti á dag.

Gestir dagþjálfana eru á breiðu aldursbili og er það breytilegt hversu oft í viku þeir koma í dagþjálfun. Sumir koma alla virka daga en aðrir sjaldnar.
Til að komast að í dagþjálfun þarf að liggja fyrir greining um heilabilunarsjúkdóm og að læknir viðkomandi hafi sent inn beiðni þar um.

Dagþjálfun felur í sér bæði andlega og líkamlega örvun sem hefur jákvæð áhrif á getu og líðan þeirra sem sækja deildina. Flestir dagþjálfunargestir eru fljótir að finna ánægju og öryggi á staðnum enda er lögð áhersla á að skapa þar heimilislegt andrúmsloft. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og sniðin að getu og áhugasviði gesta.

– Sími deildarstjóra: 522 5730/ 860 7488
– Netfang deildarstjóra: dagdeild@eir.is
– Sími í Óðinshúsum: 522 5738/8607499
– Netfang: eirdagdeild@eir.is
– Sími í Borgaseli: 555 1221
– Netfang: borgasel@eir.is

Í Eirarhúsum – öryggisíbúðum, Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík eru 37 íbúðir.

Heimaþjónusta er veitt frá Eir. Innangengt er frá öryggisíbúðum með tengigangi yfir í Eir hjúkrunarheimili.

Íbúar Eirarhúsa geta nýtt sér ýmsa þjónustu á Eir til dæmis sjúkraþjálfun, hárgreiðslu, þjónusta fótaaðgerðarfræðings auk skemmtana og viðburða. Guðsþjónustur eru haldnar á torginu í A-húsi að jafnaði einu sinni í mánuði. Íbúar Eirarhúsa geta keypt hádegis- og kvöldverð alla daga vikunnar.

– Vaktsími: 522 5791
– Vaktstjóri: 860 7400
– Netfang: olinak@eir.is

Í Eirhömrum, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ eru 54 íbúðir.

Félagsleg stoðþjónsta er veitt í umboði Félagsmálaráðs Mosfellsbæjar en heimahjúkrun er veitt frá Eir í umboði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Í Eirhömrum er m.a. hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa sem íbúar Eirhamra geta nýtt sér. Fjölþætt félagsstarfssemi er einnig í húsinu.

Íbúar geta keypt hádegis- og kvöldverð ásamt því að fá heimsendan mat

 

– Sími forstöðumanns þjónustu: 566 8060
– Netfang: ingith@eir.is

Í Eirborgum, Fróðengi 1 – 11, 112 Reykjavík eru 112 íbúðir. Innangegnt er fyrir íbúa í menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, Borgir.
Eir sér um heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu við íbúa í umboði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Fyrstu íbúar fluttu inn í desember 2009.

– Vaktsími: 860 7492
– Sími deildarstjóra: 560 1091
– Netföng: eirborgir@eir.is