Á Eir starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk við hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn.
Markmið hjúkrunar er að:
- Veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins.
- Styrkja íbúa og skjólstæðinga til sjálfshjálpar.
- Auðvelda íbúum að aðlagast breyttum aðstæðum.
- Tryggja vellíðan og öryggi íbúa.
- Standa vörð um sjálfsímynd þeirra og sjálfsvirðingu.
- Efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur íbúa og skjólstæðinga.
- Stuðla að ánægjulegu ævikvöldi.
Einstaklingsmiðaðar hjúkrunaráætlanir eru unnar í samvinnu við íbúa og aðstandendur þeirra.
Þegar lífslok nálgast er veitt líknandi -og þverfaglega meðferð með það að markmiði að einstaklingurinn geti haldið reisn sinni og átt friðsælt andlát.
Forstöðumaður hjúkrunar á Eir hjúkrunarheimili er Fjóla Bjarnadóttir
Framkvæmdastjóri hjúkrunar fyrir Eir, Eir öryggisíbúðir, Skjól og Hamra er Þórdís Hulda Tómasdóttir.
Hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar hjá Eir.
Gefin hefur verið út handbók fyrir íbúa og aðstandendur sem má finna hér.