Search

Eybjörg Hauksdóttir ráðin framkvæmdastjóri hjá Eir

Reykjavík, 5. mars 2021

Eir hefur ráðið til starfa Eybjörgu Hauksdóttur sem framkvæmdastjóra Eir öryggisbúða auk þess sem Eybjörg mun sinna rekstrar- og stjórnunarverkefnum fyrir Eir, Skjól og Hamra hjúkrunarheimili.

Eybjörg er með BA og MA gráður í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi. Síðustu sex ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þar stýrði hún kjaranefnd samtakanna í fimm ár og sat í samninganefndum samtakanna þegar gerðir voru heildstæðir þjónustusamningar um starfsemi hjúkrunarheimila landsins. Áður starfaði hún m.a. sem lögmaður hjá Libra lögmönnum.   

Eybjörg mun hefja störf þann 1. júní nk.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta