Search

Frekari tilslakanir á heimsóknartakmörkunum

Tilslakanir á heimsóknarbanni og öðrum sóttvarnarráðstöfunum á Eir og tengdum einingum vegna COVID-19

ÍBÚAR

25. maí – 2. júní 2020:

  • Hver íbúi má fá 4 heimsóknir í viku
  • Börnum yngri en 14 ára verði heimilt að koma í heimsókn

2. júní – 15. Júní 2020:

  • Heimsóknarbanni að fullu aflétt
  • Íbúum er heimilt að fara í bílferðir

Óskað er eftir því að gestir skrái sig á gestabók sem er staðsett á hverri deild svo hægt sé að hafa yfirsýn með heimsóknum og auðvelda rakningu ef til smits kæmi.

15. júní 2020:

  • Tilslökun lokið
  • Íbúar mega sinna afþreyingu utan heimilis og mega fara í leyfi

Íbúar og starfsmenn fagna þessu og hlakka til að sjá ykkur í næstu viku.

**ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir;

a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

*ATHUGIÐ: Aðstandendur eru hvattir að gæta vel að handhreinsun og hóstavarúðar í heimsóknum sínum og samskiptum við ástvini.

**ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um