Það var gleðiefni þegar lögreglan kom á Skjól í morgun með bóluefni gegn Covid-19. Móttakan var þaulskipulögð og íbúar og starfsmenn allra hæða undirbúnir. Bólusetningin gekk vonum framar og það var ekki laust við að mörgum væri létt. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók mynd af elsta Íslendingi landsins, Dóru Ólafsdóttur, 108 ára, þegar hún var bólusett. Um leið og við fögnum þessum áfanga og mjög góðri þátttöku í bólusetningunni minnum við á að bólusetningin verður endurtekin síðari hluta janúar. Við gætum því áfram að sóttvörnum og vöndum okkur. Það hyllir undir lausn á nýju ári og við höldum út.
Eybjörg H. Hauksdóttir ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
Tilkynning frá stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra: „Stjórnir hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra hafa ráðið Eybjörgu Helgu Hauksdóttur í stöðu forstjóra hjúkrunarheimilanna frá og