Kæru aðstandendur
Þessi næstsíðasti dagur ársins er gleðidagur á öllum heimilunum okkar enda var lokið við að bólusetja gegn COVID-19 alla þá íbúa sem óskuðu eftir því. Þetta eru tímamót. Fánar voru dregnir að húni og skálað var í ljúffengu konfekti á öllum deildum. Tilhlökkun og von um bjartari tíð, knús og kossa skein frá hverjum íbúa.
Eftir þrjár vikur verða íbúar bólusettir að nýju og viku þar á eftir teljast íbúar fullbólusettir. Þá vonumst við til að geta létt verulega á öllum takmörkunum. Þangað til þarf að virða heimsóknartakmarkanir, tveggja metra regluna, grímuskyldu, passa vel uppá handhreinsun og geyma knúsin.
Gleðilegt ár og þakkir fyrir það liðna!