Við í iðjuþjálfun óskuðum eftir garni á dögunum, afgöngum sem safnast hefur upp í skápum.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þökkum við kærlega fyrir allt garnið sem við fengum.
Nú verður aldeilis gaman að bretta upp ermar og vinna úr þessu.
Við munum til dæmis prjóna fjallgöngusessur, eyrnabönd, teppi og margt fleira úr þessu.
Kærar þakkir frá iðjuþjálfun.
Ath. hægt er að smella á myndir til að sjá þær stærri.