Search

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta yf­ir­sýn, auka ör­yggi íbúa og flýta fyr­ir skrán­ingu á lyfja- og heil­brigðis­gögn­um. Þannig muni starfs­fólk geta varið meiri tíma með íbú­um hjúkr­un­ar­heim­il­anna, sam­fella í meðferð íbúa muni aukast og minni tími fari í stöðufundi og skrán­ing­ar í gagna­grunn­um.

Mynd­ir af sár­um

Smá­for­ritið Iðunn nýt­ist starfs­fólki á hjúkr­un­ar­heim­il­um til þess að skrá helstu upp­lýs­ing­ar um hjúkr­un­ar­meðferðir íbúa í raun­tíma sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni.  „Í smá­for­rit­inu er meðal ann­ars hægt að haka við fram­kvæmd til­tek­inna verka, skrá niður­stöður mæl­inga, taka mynd­ir af sár­um til að meta fram­gang meðferðar og hringja beint í aðstand­end­ur. All­ar skráðar upp­lýs­ing­ar í smá­for­rit­inu fær­ast sjálf­krafa inn í Sögu, sjúkra­skrá íbú­ans.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að Lyfja­vaki sé ra­f­rænt lyfja­skrán­ing­ar­kerfi sem geri hjúkr­un­ar­fræðing­um kleift að halda utan um skrán­ing­ar á lyfja­til­tekt og lyfja­gjöf­um íbúa. Sérþjálfað starfs­fólk geti not­ast við smá­for­rit til að staðfesta lyfja­gjaf­ir sem hafa verið tekn­ar til af hjúkr­un­ar­fræðing­um. Með notk­un Lyfja­vaka sé tryggt að rekj­an­leiki lyfja­gjafa sé í sam­ræmi við þær kröf­ur sem gilda um slíka skrán­ingu.

Virk­ir þátt­tak­end­ur

„Við á Eir, Skjóli og Hömr­um telj­um mik­il­vægt að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í þróun heil­brigðis­lausna í okk­ar starf­semi og höf­um góða reynslu af sam­starfi við Origo (nú Hel­ix) í gegn­um árin. Við telj­um ljóst að þessi inn­leiðing muni auka gæði í umönn­un­arþjón­ustu við okk­ar skjól­stæðinga, auka ör­yggi í allri lyfjaum­sýslu á heim­il­un­um og auðvelda starfs­fólki okk­ar að sinna sín­um mik­il­vægu verk­efn­um,“ seg­ir Ey­björg Helga Hauks­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá Eir, Hömr­um og Skjóli í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Staf­væðing skrán­ing­ar í heil­brigðis­kerf­inu er grunn­ur­inn að því að hag­nýta heil­brigðis­gögn. Við höf­um séð að skrán­ing verður ít­ar­legri fyr­ir hvern íbúa þar sem Iðunn hef­ur verið inn­leidd og sam­hliða því hef­ur tím­inn sem heil­brigðis­starfs­fólk eyðir í skrán­ingu styst um­tals­vert. Við hlökk­um til áfram­hald­andi sam­starfs við Eir, Skjól og Hamra og von­umst til að geta létt und­ir starfs­fólki heim­il­anna með lausn­un­um okk­ar,“ seg­ir Arna Harðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hel­ix að lok­um í til­kynn­ing­unni.

Heimildir: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/02/22/geta_eytt_meiri_tima_med_ibuum/

Deila

Meira

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um