Search

Gleðilegt ár!

Um áramót horfum við til baka yfir farinn veg, íhugum hvað gekk vel, hvað við viljum bæta og setjum okkur ný markmið fyrir nýtt ár. Þegar litið er yfir farinn veg er ljóst að árið 2020 gekk ekki sinn vanagang eins og mörg árin þar á undan. En einhvern veginn komumst við í gegnum árið og horfum björtum augum fram á veginn. Með þakklæti fyrir samstillt átak, samvinnu, þrautseigju og úthald vilja stórnendur Skjóls óska íbúum, aðstandendum og starfsmönnum öllum gleðilegs árs 2021. Þrátt fyrir að allt sé breytingum undirorpið þá fellur kærleikurinn aldrei úr gildi. Höfum það hugfast á nýju ári því að kærleikurinn er það sem skiptir öllu máli í samskiptum okkar á milli og við íbúa. Gleðilegt ár!

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um