Search
Hjúkrunarsvið á Hömrum

Hjúkrunarsvið á Hömrum

Hjúkrunarfræðingar sinna hjúkrunarþjónustu allan sólarhringinn. Markmið hjúkrunar á heimilinu er að:

  • Veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins
  • Styrkja heimilisfólk til sjálfshjálpar
  • Auðvelda heimilisfólki að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna
  • Standa vörð um sjálfsímynd þeirra og sjálfsvirðingu
  • Efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilisfólks
  • Stuðla að ánægjulegu ævikvöldi

 

Hjúkrunarheimilið Hamrar stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.

Framkvæmdastjóri hjúkrunar fyrir Eir, Eir öryggisíbúðir, Skjól og Hamra er Þórdís Hulda Tómasdóttir.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar á Hömrum

Hamrar hafa gefið út handbók fyrir íbúa og aðstandendur sem má finna hér