Search
Hjúkrunarsvið á Hömrum

Hjúkrunarsvið á Hömrum

Á Hömrum starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk við hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn.

Markmið hjúkrunar er að:

  • Veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins.
  • Styrkja íbúa til sjálfshjálpar.
  • Auðvelda íbúum að aðlagast breyttum aðstæðum.
  • Tryggja vellíðan og öryggi íbúa.
  • Standa vörð um sjálfsímynd þeirra og sjálfsvirðingu.
  • Efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur íbúa.
  • Stuðla að ánægjulegu ævikvöldi.

Einstaklingsmiðaðar hjúkrunaráætlanir eru unnar í samvinnu við íbúa og aðstandendur þeirra.
Þegar lífslok nálgast er veitt líknandi -og þverfaglega meðferð með það að markmiði að einstaklingurinn geti haldið reisn sinni og átt friðsælt andlát.

Forstöðumaður hjúkrunar á Hömrum hjúkrunarheimili er Fjóla Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri hjúkrunar fyrir Eir, Eir öryggisíbúðir, Skjól og Hamra er Þórdís Hulda Tómasdóttir

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar á Hömrum.

Gefin hefur verið út handbók fyrir íbúa og aðstandendur sem má finna hér.