Search
Iðjuþjálfun og félagsstarf á Hömrum

Iðjuþjálfun og félagsstarf á Hömrum

Iðjuþjálfun og félagsstarf á hjúkrunarheimilinu Hömrum hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Starfsemin fer ýmist fram í vinnustofu iðjuþjálfunar eða á deildum íbúa. Iðjuþjálfar sjá einnig um að meta þörf fyrir og sækja um hjálpartæki, t.d. hjólastóla og sessur í þá.

Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings í þeirri iðju sem hann hefur áhuga á, vilja og getu til að framkvæma.

Á deildinni eru 5 starfsmenn, þar af einn iðjuþjálfi, einn músíkmeðferðarfræðingur og þrír aðstoðarmenn iðjuþjálfa.

Tengiliður iðjuþjálfunar á Hömrum:
María Haukdal
mariahaukdal@eir.is

Yfiriðjuþjálfi er:
Guðrún Ása Eysteinsdóttir
Netfang: gudrunasa@eir.is

Símanúmer iðjuþjálfunar er 522-5747 og 522-5748.