Search

Heimsóknir um jól og áramót

16. desember 2020

Kæru aðstandendur

Aðventan og jólin er sá árstími sem við óskum þess að vera með okkar nánustu. Í ár er aðventan óvenjuleg og fram undan eru jólin með breyttu sniði. Samráðshópur á vegum sóttvarnalæknis hefur lagt línurnar vegna jólahalds á hjúkrunarheimilum og við förum eftir þeim.

Þetta árið er ljóst að jólahátíðin verður ekki með hefðbundnu sniði. Heimsfaraldur COVID-19 hefur haft áhrif á líf okkar allra, regluleg samvera hefur farið úr skorðum og miklar hömlur hafa verið settar á öll samskipti. Hér hafa gilt ákveðnar heimsóknartakmarkanir frá byrjun faraldursins, mismiklar hverju sinni. Ávallt hefur markmiðið verið að verja íbúana okkar og reyna að hindra að smit berist inn á heimilin. Núna þegar bóluefnið er á næstu grösum er enn mikilvægara að sýna samstöðu og leggja eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar.

Sóttvarnaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að við „höldum þetta út“ og búum til okkar eigin fámennu „jólakúlu/jólavini“. Þetta þurfum við einnig að hafa í huga. Því miður verður því ekki hægt að bjóða maka eða öðrum ættingjum að borða með íbúanum á aðfangadagskvöld eða hina jóladagana. Það sama á við um gamlársdag og nýársdag.

Alfarið er mælst gegn því að íbúar fari í boð til ættingja á þessum tíma, nema vegna mjög sérstakra kringumstæðna. Eftir slíkt boð gæti íbúi þurft að fara í sóttkví með ættingja á hans heimili og sýnatöku að sóttkví lokinni áður en hann getur komið aftur inn á hjúkrunarheimilið. Því við megum ekki gleyma að mögulega getum við útsett ástvin okkar fyrir COVID-19 og í kjölfarið þá mögulega alla aðra sem búa á sömu heimiliseiningu. Ábyrgðin er mikil.

Í staðinn verða heimsóknir rýmri og húsið opið lengur. Vel er hægt að njóta hátíðanna með ástvinum sínum í þessum aðstæðum þar sem það eru samskiptin sjálf sem skipta öllu máli. Við hvetjum ykkur til að njóta hverrar stundar með gleði og frið í hjarta. Gleðjumst yfir eins veirufríum jólum og hægt er og horfum með með bjartsýni til nýs árs með von um fleiri samverustundir á nýju ári.

Við vitum að margir eru einmana og eiga erfitt á aðventunni og um jólin. Í ljósi aðstæðna munum við leggja okkur enn frekar fram um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að jólahátíðin verði sem hátíðlegust og notalegust fyrir íbúa okkar. Margvísleg jóladagskrá er á hverri deild og aðventukaffi á hverjum sunnudegi.

Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsældar á komandi ári.

Kærar þakkir fyrir samstöðuna og gleðilega hátíð!

 

Heimsóknir um jólahátíðina

Ákveðið hefur verið að rýmka aðeins heimsóknarreglurnar um jólahátíðina en athugið að eftirfarandi reglur munu alltaf þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst með stuttum fyrirvara. Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og þótt hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld sé ekki snæddur saman að þá er það samveran sjálf sem er svo dýrmæt.

  • Eftir hádegi á aðfangadag verða heimilin opin fyrir heimsóknir milli klukkan 13:00 til 17:30. Tveir gestir eru velkomnir í klukkutíma til tvo í senn.  
  • Eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt hátíðarkvöldverð klukkan 18:00 á aðfangadag eru heimilin opin fyrir heimsóknir milli klukkan 19:30 til 22:00. Sömu tveir gestir eru velkomnir í eina til tvær klukkustundir í senn.
  • Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.
  • Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa aðfangadag (24. des), jóladag (25. des) og annan í jólum (26. des). Sömu tveir gestir mega koma þessa þrjá daga. Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum
  • Rýmri lengd á heimsóknartíma verður þessa þrjá daga og verður milli klukkan 13:00 til 17:30 og frá 19:30 til 22:00.
  • Áfram þarf að skrá komu sína í hvert sinn
  • Allir gestir þurfa að koma með einnota andlitsmaska/grímu, eru beðnir að gæta að 2ja metra reglunni og forðast beina snertingu við íbúa.
  • Handhreinsun í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti.
  • Gestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans og stystu leið út.
  • Óheimilt er að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
  • Undir sérstökum kringumstæðum er hægt að veita undanþágu frá þessum reglum og er það deildarstjóri eða vaktahafandi hjúkrunarfræðingur sem tekur slíkar ákvarðanir.

Mikilvægt er að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: 

  • eru í sóttkví
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
  • hafa dvalið erlendis, lokið sóttkví og neikvæðar niðurstöður liggja fyrir.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

 

Heimsóknir um áramótin

Ákveðið hefur verið að rýmka heimsóknarreglurnar um áramótin en athugið að eftirfarandi reglur munu þurfa að taka mið af stöðu faraldursins í samfélaginu og gætu því breyst með stuttum fyrirvara. Mikilvægt er að hafa í huga að njóta samveru, hátíðleika og þótt hátíðarkvöldverður á gamlárskvöld sé ekki snæddur saman að þá er það samveran sjálf sem er svo dýrmæt.

  • Eftir hádegi á gamlársdag verða heimilin opin fyrir heimsóknir milli klukkan 13:00 til 17:30. Tveir gestir eru velkomnir í klukkutíma til tvo í senn.  
  • Eftir að íbúar og starfsfólk hafa snætt hátíðarkvöldverð klukkan 18:00 á gamlársdag eru heimilin opin fyrir heimsóknir milli klukkan 19:30 til 22:00. Sömu tveir gestir eru velkomnir í klukkutíma til tvo í senn.
  • Njótið rafrænna samskipta. Sá sem kemur í heimsókn getur tengst öðrum ættingjum í gegnum netið. Þannig er hægt að skapa hátíðlega samverustund með fleirum en heimsóknargestinum sjálfum.
  • Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa á gamlársdag (31.des) og nýársdag (1. Jan). Sömu tveir gestir mega koma þessa daga. Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en þá teljast þau annar af þessum tveimur gestum
  • Rýmri lengd á heimsóknartíma verður þessa tvo daga og verður milli klukkan 13:00 til 17:30 og frá 19:30 til 22:00.
  • Áfram þarf að skrá komu sína í hvert sinn
  • Allir gestir þurfa að koma með einnota andlitsmaska/grímu, eru beðnir að gæta að 2ja metra reglunni og forðast beina snertingu við íbúa.
  • Handhreinsun í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti.
  • Gestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans og stystu leið út.
  • Óheimilt er að dvelja í sameiginlegum rýmum heimilisins.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.
  • Undir sérstökum kringumstæðum er hægt að veita undanþágu frá þessum reglum og er það deildarstjóri eða vakthafandi hjúkrunarfræðingur sem tekur slíkar ákvarðanir.

Mikilvægt er að hafa í huga að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: 

  • eru í sóttkví
  • eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
  • hafa dvalið erlendis, lokið sóttkví og neikvæðar niðurstöður liggja fyrir.
  • hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta