Search

Helgileikur frá Brekkuborg og heimsókn Íslandsbanka vina

Leikskólabörnin á Brekkuborg komu í sína árlegu heimsókn á Eir. Þau sýndu okkur helgileik að sinni einskæru snilld og bræddu með því mörg íbúahjörtu. Vinir okkar frá Íslandsbanka komu og lásu fallega jólasögu og sungu með okkur í samsöng jólalög við undirleik hins ástsæla vinar Eirar
Einars Jónssonar.

Á eftir skemmtuninni var öllum boðið uppá heitt súkkulaði, smákökur og lagtertur.

 

Iðjuþjálfun og félagsstarf þakkar öllum sem komu að þessari stund, íbúum, sjálfboðaliðum, aðstandendum og starfsfólki.

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra