Leikskólabörnin á Brekkuborg komu í sína árlegu heimsókn á Eir. Þau sýndu okkur helgileik að sinni einskæru snilld og bræddu með því mörg íbúahjörtu. Vinir okkar frá Íslandsbanka komu og lásu fallega jólasögu og sungu með okkur í samsöng jólalög við undirleik hins ástsæla vinar Eirar
Einars Jónssonar.

Á eftir skemmtuninni var öllum boðið uppá heitt súkkulaði, smákökur og lagtertur.

 

Iðjuþjálfun og félagsstarf þakkar öllum sem komu að þessari stund, íbúum, sjálfboðaliðum, aðstandendum og starfsfólki.