Hin árlega jónsmessuganga

Jónsmessuganga var haldin á Eir í hressandi veðri og var markmið dagsins að efla hreyfingu hjá öllum sem tengjast Eir hjúkrunarheimili. Við fórum í stutta göngu með Stefán Ómar Jakobsson harmonikkuleikara í fararbroddi, héldum svo inn þar sem allir fengu létta hressingu í boði Sónar e.hf.

Ylfa sjúkraþjálfari stýrði liðkunaræfingum og teygjum og eftir það tók við hópsöngur. Viljum við hjá félagsstarfi, iðju og sjúkraþjálfun þakka öllum sem sáu sér fært að mæta á skemmtunina, Stefáni Ómari Jakobssyni fyrir hljóðfæraleikinn og Sónar e.hf. fyrir veitingarnar.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta