Aprílmánuður var með fjölbreyttu sniði á Eir. Í fyrstu vikunni var haldið blátt bingó og blár dagur. Dymbilvikan var lágstemt með slökun, hitabökstrum og handanuddi einnig var haldið páskabingó þar sem vinningshafar fengu páskaegg frá Nóa og Síríus í vinning.
Elísabet harmonikkuleikari í hljómsveitinni Pétur og pæjurnar kom og lék skemmtilega tónlist sem flestur þekktu og var sungið hástöfum við undirleik hennar. Þökkum við Elísabetu kærlega fyrir komuna.