Íbúar á Eir hafa nú í september tekið þátt í keppninni Road Worlds for Seniors. Þar hjóla íbúar hjúkrunarheimila í ýmsum löndum af kappi og horfa á myndbönd frá Motiview af hjólaleiðum um allan heim á meðan. Á Eir voru hjólaðir 1017 km og við lentum í 30. sæti af meira en 100 liðum. Eir átti fjölmennasta liðið, 115 manns tóku þátt í keppninni hjá okkur. Vel gert! Á myndinni eru deildarmeistarar Eirar, alsælir með viðurkenningarskjöl og verðlaunapeninga.
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta