Mikil stemning myndaðist í húsinu þegar það fréttist að Aníta Hinriksdóttir
væri að keppa í 800 m. hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir hönd Ísland.
Þegar miðvikudagsbíóið átti að hefjast ákváðum við að fresta bíóinu um nokkrar mínútur og var engin eftir sjá í því. Hvatningarorðin okkar skiluðu sér greinilega til Ríó, því Aníta Hinriksdóttir hlaupadrottning Íslands gerði sér lítið fyrir og sló eigið 3ja ára Íslandsmet. ÁFRAM ANÍTA, ÁFRAM ÍSLAND.