Hjúkrunarheimilið Eir tók þátt í  Hreyfiviku UMFÍ við góðar undirtektir íbúa heimilisins. Hreyfingu var fléttað inn í allt starf í iðjuþjálfun alla vikuna en stærsti dagurinn var þegar hátíðin var haldin í garðinum með börnum úr leikskólanum Bekkuborg. Farið var í  stólaleikfimi, sungið, dansað og þeir sem treystu sér rifjuðu upp gamla takta með húllahringi og í grjónapokakassti ásamt því að fylgjast með börnunum í leik. Borðið var upp á ís, drykki og snakk. Íbúar voru mjög sáttir með hreyfivikuna og þökkum við þeim kærlega fyrir góðar undirtektir.