Hjúkrunarheimilið Eir tók þátt í Hreyfiviku UMFÍ við góðar undirtektir íbúa heimilisins. Hreyfingu var fléttað inn í allt starf í iðjuþjálfun alla vikuna en stærsti dagurinn var þegar hátíðin var haldin í garðinum með börnum úr leikskólanum Bekkuborg. Farið var í stólaleikfimi, sungið, dansað og þeir sem treystu sér rifjuðu upp gamla takta með húllahringi og í grjónapokakassti ásamt því að fylgjast með börnunum í leik. Borðið var upp á ís, drykki og snakk. Íbúar voru mjög sáttir með hreyfivikuna og þökkum við þeim kærlega fyrir góðar undirtektir.
Eybjörg H. Hauksdóttir ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
Tilkynning frá stjórn hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra: „Stjórnir hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra hafa ráðið Eybjörgu Helgu Hauksdóttur í stöðu forstjóra hjúkrunarheimilanna frá og