Reykjavík 16.10.2020
Heil og sæl
Í lok september greindust fimm íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir með Covid-19. Allir voru fluttir á sameiginlega einangrunardeild innan hjúkrunarheimilisins þar sem öll svið hjúkrunarheimilisins – hjúkrunarsviðið, lækningasviðið og önnur stoðsvið lyftu sameiginlegu grettistaki í þessu verkefni.
Það gleður okkur að tilkynna að, í samstarfi við Covid-göngudeild og smitsjúkdómalækna LSH, hafa nú ALLIR FIMM íbúarnir verið útskrifaðir úr einangrun við góða heilsu.
Eir hjúkrunarheimili er afar stolt af sínu starfsfólki sem sýndi einbeittan vilja til að sinna sínum íbúum á heimavelli af auðmýkt og dugnaði. Þá fengum við jafnframt ótrúlega bakverði sem voru kærkomnir í hópinn.
Við erum auðmjúk og þakklát fyrir að íbúunum okkar farnaðist svona vel og þakklát fyrir allt þetta góða, duglega og sveigjanlega fólk sem vinnur hér.
Hluti þessa duglega hóps:
