Eir, Skjól og Hamrar

Kæru aðstandendur.

Sóttvarnarlæknir hefur biðlað til sjúkrastofnanna og hjúkrunarheimila um að skerpa á reglum um sóttvarnir í ljósi aukningar smita utan sóttkvíar.

Við biðlum því til ykkar um að:

  • Uppfæra rakningarappið í farsímum ykkar.
  • Fresta heimsóknum um 5-7 daga ef þið eruð að koma frá útlöndum
  • Gæta að persónulegum sóttvörnum og koma ekki í heimsókn ef þið eruð með einkenni.
  • Spritta hendur við komu á heimilin.
  • Dvelja sem minnst á sameiginlegum rýmum heimilanna.

F.h. framkv.stj. hjúkrunar,
Kristín Högnadóttir