Search

Jafnlaunavottun 2020-2023: Eir, Hamrar og Skjól hjúkrunarheimili

Eir, Hamrar og Skjól hjúkrunarheimili hlutu á dögunum jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottunin gildir í þrjú ár en eftirlitsúttektir munu fara fram einu sinni á ári.

Vottunin er staðfesting á því að heimilin hafa komið sér upp gæðakerfi sem á að tryggja það að greidd séu sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og að öll málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og felur ekki í sér kynbundna mismunun.

Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu og munum halda áfram að vinna að stöðugum umbótum líkt og staðallinn gerir kröfu um. Við sjáum enn tækifæri til að gera betur og er þessi vinna aðeins upphafið af stöðugu umbóta- og gæðakerfi sem mun vonandi leiða af sér enn meiri gæði í mannauðs- og jafnréttismálum heimilanna.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um