Jafnréttisáætlunin er í samræmi við ákvæði laga, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2018. Lögunum er ætlað að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum og að allir starfsmenn fái notið sín. Hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis er í andstöðu við jafnréttislögin.

Markmið jafnréttisáætlunar Eirar hjúkrunarheimilis er að allir starfsmenn skulu jafnir fyrir lögum. Jafnrétti er liður í starfsmannastefnu Eirar – hjúkrunarheimilis. Lögð er áhersla á að allir starfsmenn séu metnir að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, skoðana eða annarra þátta.

Innan hjúkrunarheimilisins starfar jafnréttisnefnd, skipuð þremur starfsmönnum af báðum kynjum. Jafnréttisnefndinni er gert að fylgja eftir jafnréttismarkmiðum heimilisins. Unnin hefur verið aðgerðaáætlun sem er hluti af jafnréttisáætluninni. Forstjóri ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Jafnréttisáætlun skal endurskoða á þriggja ára fresti en aðgerðaáætlun jafnréttismála skal endurskoða annað hvert ár.

Gildistími: 2019-2022