Kæru aðstandendur

Reykjavík 4. nóvember 2020

Kæru aðstandendur,

Eins og þið vitið flest hefur kórónuveiran aldeilis gert usla á Íslandi undanfarnar vikur. Við höfum ekki farið varhluta af því hér á EIR og á tímabili voru 5 íbúar smitaðir af Covid-19. Þið vitið líklega öll að með þeirri faglegu þekkingu sem býr á EIR, ótrúlegri seiglu og elju allra starfsmanna, íbúanna sjálfra og aðstandanda tókst okkur að koma öllum íbúunum fimm í gegnum þessa raun, án fylgikvilla. Okkur tókst að koma í veg fyrir frekari dreifingu – og hvorki fleiri íbúar né starfsmenn smituðust.

Eftir sem áður er ástandið í þjóðfélaginu eldfimt og verður það að öllum líkindum næstu mánuði og viðkvæmustu þjóðfélagshópar í hættu. EIR hefur svarað kallinu og ákveðið, í samvinnu við SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu), Sjúkratryggingar Íslands, Landlækni og Covid deild LSH, að opna 10 rúma tímabundið úrræði (til þriggja mánaða) fyrir aldraða sem búa á hjúkrunarheimilum og greinast með Covid-19.

Einangrunardeildin verður á 3ju hæð í B-húsi Eirar, aðskilin annarri starfsemi. Við getum fullvissað ykkur um að dreifingarhættan til annarra íbúa Eirar er engin. Allir sameiginlegir snertifletir, eins og t.d. lyftan í B-húsi er sótthreinsuð reglulega og ekkert mögulegt smitefni fer þar um, heldur er það allt tekið út um sér útgang.

Sömu heimsóknarreglur verða áfram í gildi á öðrum deildum Eirar. Tvær heimsóknir í viku, í klukkustund í senn og af sama aðila.

Núna er tíminn sem við sem samfélag tökum höndum saman og hjálpumst að. Ef einhverjir aðstandendur þarna úti hafa áhuga á að taka þátt í bakvarðarsveit og bjóða fram krafta sína á einangrunardeildina (launað að sjálfsögðu) – þá endilega hafa samband.

Kærar kveðjur,

Kristín Högnadóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar
Þórdís Tómasdóttir, verkefnastjóri

 

 

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta