Föstudaginn var, 16. október var haldin lítil kveðjuveisla, í samræmi við sóttvarnarreglur, fyrir Guðnýju Helgu Guðmundsdóttur forstöðumann hjúkrunar. Guðný hefur starfað hér frá opnun Skjóls og var hún leyst út með gjöfum og kveðjumyndbandi sem starfsfólk var búið að útbúa. Í lokin afhenti hún Dögg Harðardóttur lyklana og óskaði henni velfarnarðar í starfi forstöðumanns hjúkrunar.


