Search

Listaverk málað á vegg

Við hér á Eir vorum svo lánsöm að fá listamanninn Mike Ortalion eða Magick Artlion eins og hann kallar sig með listamannanafinu, til að mála þessa einstaklega fallegu veggmynd á einni deildinni.
Myndin er svo látlaus, falleg og róandi en um leið örvandi fyrir íbúanna. Íbúarnir eru svo ánægðir með myndina og eyða löngum stundum í að finna börnin og dýrin mitt í fallegu náttúrunni. Veggmyndin lífgar upp á umhverfið og gleður hjarta og sál allra.
Þetta er ómetanlegt listaverk og við erum auðmjúk og hrærð yfir þessari höfðinglegu gjöf og óendanlega þakklát þessum ótrúlega ljúfa og dásamlega listamanni, þessari fallegu sál. Þúsund þakkir Mike!

Hér er hlekkur á Facebook síðuna hans Mika: https://www.facebook.com/magic.artlion

Á fyrri myndinni er Mike með Þórdísi Huldu Tómasdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og á seinni myndinni er hann með Eddu sem er elsti íbúi á deildinni og fylgdist hún með Mike galdra fram þessa fallegu mynd.

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra