Í vor fagnaði hjúkrunarheimilið Eir 30 ára afmæli. Af því tilefni vildi Eirarholt gera eitthvað skemmtilegt og hóf söfnun fyrir málverkum sem áttu að prýða nokkuð dökkan gang. Með því að velja íslenska fugla þá sáum við fram á að geta líka nýtt myndirnar í vitræna þjálfun, að rifja upp hvaða tegundir þetta eru, hvort þeir voru á heimaslóðum viðkomandi og svo framvegis.
Við leituðum til EÓ Art, Evu Óskar Harðardóttir og gaf hún okkur eina mynd og málaði hinar fyrir okkur.
https://www.facebook.com/evaoskart
malverk-30ara-afmaeli