Hvað er í boði fyrir starfsfólk
Starfsmannafélög
Tvö öflug starfsmannafélög eru hjá okkur, annars vegar á Eir og Hömrum og hins vegar á Skjóli. Félögin standa fyrir ýmsum viðburðum og skemmtunum sem eru auglýstir á Workplace og á deildunum. Mánaðargjaldið er 950kr. og er það tekið af launum.
Klúbbar
Starfræktir eru nokkrir klúbbar um ýmis áhugamál starfsfólks. Klúbbarnir eru fyrir alla starfsmenn Eirar, Hamra og Skjóls og geta starfsmenn verið í eins mörgum klúbbum og þeir vilja.
Klúbbarnir standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og fá fjárstuðning frá fyrirtækinu
Fríðindi og réttindi
Styrkur
Starfsfólk Eirar, Skjóls og Hamra geta sótt um styrk til íþróttaiðkunar. Markmiðið með greiðslu íþróttastyrks er að stuðla að því að starfsfólk stundi reglubundna hreyfingu sem stuðlar að betri heilsu og meiri starfsánægju. Styrkurinn er veittur fastráðnu starfsfólki eða starfsfólki með tímabundna ráðningu sem hafa starfað í að minnsta kosti sex mánuði.
Nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarformið er að finna hér.
Námsleyfi
Starfsfólk getur sótt um námsleyfi skv kjarasamningum við SFV
Workplace
Workplace er innri vefur heimilanna og er upplýsingum miðlað þar til allra starfsmanna. Lesa meira um Workplace hér.