Search

Maríuhús dagþjálfun á vegum Alzheimer- samtakanna flyst á Skjól

Maríuhús er sérhæfð dagþjálfun fyrir 22 einstaklinga sem rekin er af hálfu Alzheimersamtakanna. Dagþjálfunin varð að yfirgefa húsnæðið sitt með stuttum fyrirvara í nóvember og var leitað til Skjóls hjúkrunarheimilis með að hýsa starfsemina. Stjórn, fyrirsvarsmenn og starfsmenn Skjóls tóku vel í þá beiðni enda um að ræða mikilvæga starfsemi sem ekki má missa sín í samfélaginu.

Starfsfólk Maríuhúss og Skjóls einhentu sér í verkefnið og opnaði starfsemin á nýjum stað þann 11. desember sl. Starfsfólk Skjóls og Maríuhúss hefur staðið sig ótrúlega vel í þessum breytingum og allir hafa lagt sig fram um að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig. Skjólstæðingar og aðstandendur hafa jafnframt tekið þessum breytingum með æðruleysi og góðum samstarfsvilja. Nú er enn meira fjör á 1. og 2. hæð á Skjóli.

Skjól býður starfsfólk og skjólstæðinga Maríuhúss hjartanlega velkomin í húsið.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um