- Nemendur úr NordMaG námi við Háskóla Íslands komu í heimsókn til að kynna sér starfsemina á Eir. En NordMaG er þverfaglegt nám sem fer fram í þremur löndum: Svíðþjóð, Noregi og Íslandi. Markmiðið með náminu er að dýpka þekkingu nemenda á málefnum aldraðra og kynna þeim svið öldrunarfræða. Þetta er í annað sinn sem Eir fær nemendur úr þessu námi í heimsókn.
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta