Ný stundatafla

ný stundatafla

Heil og sæl.

Þá er haustið að nálgast og vetrarstarfið að taka við.

Frá og með mánudeginum 24. ágúst tekur við ný stundatafla iðjuþjálfunar og félagsstarfs.

Allar deildar hafa fengið töflu fyrir sína deild, sem og nafnalista yfir hvernær einstaka heimilismenn eiga að mæta í iðjuþjálfun.

Morgunblaðalesturinn verður á sínum stað á Torginu mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-10:30.

Opnir viðburðir eru í boði fyrir áhugasama alla virka daga nema miðvikudaga.

Til viðbótar þessu verða stærri viðburðir auglýstir sérstaklega, má þar nefna Karlagöngurnar, dagur íslenskrar tungu, haustball og fleira skemmtilegt.

Hlökkum til samvinnunnar í vetur.

Bestu kveðjur Ása Lind, Berglind og María.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um