Nýliðafræðsla fyrir Eir, Skjól og Hamra var haldin fimmtudaginn 13.júní. Þar var saman kominn stór hópur af frábæru sumarstarfsfólki sem tók virkan þátt í bæði bóklegri og verklegri kennslu. Dagurinn var virkilega skemmtilegur og fræðandi og við erum svo sannarlega heppin með allt þetta flotta starfsfólk sem verður hjá okkur í sumar